Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði 21. febrúar 2012 07:30 stjórnlagaþing kosið Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. fréttablaðið/pjetur Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira