Samkvæmt heimildum OK!Magazine ætla Brad Pitt og Angelina Jolie loksins að ganga í það heilaga í sumar. Heimildarmenn blaðsins ku vera nánir vinir parsins og segja leikarana vera að skipuleggja nána athöfn í franskri höll.
Brad Pitt hefur áður sagt að hann og Jolie ætli ekki að gifta sig fyrr en öllum verður leyfilegt að ganga í það heilaga og vísar hann þar með í hjónabönd samkynhneigðra. Parið hefur verið saman í sjö ár og eiga saman sex börn en slúðursögurnar Hollywood segja að eitt í viðbót sé á leiðinni en þær sögusagnir hafa ekki verið staðfestar.
Gifting í sumar
