PIP brjóstapúðamálið – um staðreyndir og villandi málflutning Þorbjörn Jónsson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Liðlega 400 íslenskar konur fengu brjóstafyllingar frá franska framleiðandanaum Poly Implant Protèse (hér eftir nefnt PIP púðar) á árunum 2000-2010, langflestar hjá sama lækninum. Frönsku PIP púðarnir fengu CE-vottun og töldust því hæfir til notkunar í lækningaskyni á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Framleiðandinn stundaði kerfisbundin vörusvik með því að nota við framleiðslu sína iðnaðarsílíkon í stað læknisfræðilegs sílíkons. Um árabil komust eftirlitsstofnanir Evrópusambandsins ekki að þessum svikum. Það var því ómögulegt fyrir notendur púðanna, hvort heldur lækna eða heilbrigðisstofnanir, að varast þessi svik. Málið er nú rannsakað sem sakamál og framleiðandi púðanna situr í varðhaldi. Mikil umræða hefur spunnist undanfarið um PIP brjóstapúða, viðbrögð yfirvalda og ráðleggingar Læknafélags Íslands til hóps félagsmanna vegna málsins. Þung orð hafa verið látin falla og í umræðunni hefur borið á misskilningi og rangfærslum. Ástæða er til að vekja athygli á því að iðulega er blandað saman tveimur málum. Annars vegar snýst málið um úrræði stjórnvalda fyrir konur sem fengið hafa PIP brjóstapúða, hins vegar um ósk landlæknis um að halda persónugreinanlega skrá yfir allar konur sem farið hafa í brjóstastækkun á Íslandi frá árinu 2000. Á fyrra málinu er aðkallandi að finna góða lausn sem konurnar geta sætt sig við, hið síðara getur varla talist brýnt. Lýtalæknum barst bréf frá landlækni í byrjun ársins þar sem óskað var eftir skrá með kennitölum allra kvenna sem gengist hafa undir brjóstastækkunaraðgerðir hjá þeim frá árinu 2000. Hópur kvenna hafði samband við lýtalækna og lagði blátt bann við því að nöfn þeirra kæmu fram á slíkri skrá. Læknar hafa ríka trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart sjúklingum og setti krafa kvennanna um nafnleynd þá í verulegan vanda. Þess vegna óskuðu lýtalæknar eftir aðstoð frá Læknafélagi Íslands. Eftir nákvæma skoðun er það niðurstaða Læknafélags Íslands að óvíst sé að landlækni sé heimilt að gera persónugreinanlega brjóstastækkunarskrá eins og að er stefnt. Þetta var rætt á fundi Læknafélagsins með landlækni og var ákveðið að leita til Persónuverndar sem er endanlegur úrskurðaraðili í málum sem þessum. Mál þetta snýst ekki um að læknar vilji ekki af annarlegum hvötum láta upplýsingar af hendi, heldur snýst það um trúnað lækna gagnvart sjúklingum og að læknar fari eftir lögum og reglum um persónuvernd sjúklinga. Læknar hafa engan persónulegan ávinning af því að afhenda ekki landlækni þau gögn sem til umræðu hafa verið. Lýtalæknar hafa boðið fram aðstoð sína til þess að greiða úr PIP málinu á sem bestan hátt fyrir konurnar. Það kom skýrt fram á fundi lækna með velferðarnefnd Alþingis fyrir skömmu. Lýtalæknirinn sem framkvæmdi flestar PIP aðgerðirnar hafði milligöngu um að senda boðsbréf velferðarráðuneytisins til þeirra kvenna sem fengið höfðu PIP púða. Margt hefur verið rætt og ritað um brjóstastækkunarmálið, sumt af hófsemi og skynsemi en margt hefur verið á misskilningi byggt eða átt rætur að rekja til hreinnar fáfræði. Umræða hefur verið um hugsanlega skaðsemi sílíkonsins í PIP púðunum og var því m.a. haldið fram á tímabili að sílíkonið væri krabbameinsvaldandi. Þær fréttir voru síðar dregnar tilbaka. Rannsóknir eru nú í gangi erlendis á hugsanlegri skaðsemi púðanna. Nánari upplýsingar um PIP púða má finna á heimasíðu landlæknisembættisins (http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2335). Það er mikilvægt að halda allri umræðu um þetta mál á skynsamlegum nótum til að magna ekki áhyggjur kvenna með PIP brjóstafyllingar. Vanda verður alla málsmeðferð og hraða henni um leið eftir föngum. Ein alvarlegasta rangfærslan sem sett hefur verið fram er sú að Læknafélag Íslands tefji fyrir því að konur með PIP púða fái úrlausn sinna mála. Ekkert er fjær sanni. Sú töf sem varð á því að konum með PIP púða væri boðin ómskoðun af brjóstum stafaði af ágreiningi heilbrigðisyfirvalda og Krabbameinsfélags Íslands um greiðslur fyrir þessar skoðanir. Þetta hefur velferðarráðherra staðfest, m.a. í umræðum á Alþingi. Þessi dráttur tengist hvorki Læknafélagi Íslands né lýtalæknum. Enda hefur það komið fram að langflestar konur með PIP púða fengu sent bréf velferðarráðuneytisins strax og yfirvöld höfðu samið um þessar greiðslur. Það er dapurlegt að PIP málið, sem erfitt var að varast fyrir lækna og eftirlitsaðila, sé notað til árása á lækna og samtök þeirra og til að tortryggja alla einkarekna heilbrigðisþjónustu hér á landi. Gæði og árangur íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna áratugi er meðal þess sem best gerist í Evrópu, eins og getið er um í skýrslu ráðgjafarfyritækisins Boston Consulting Group sem nýlega var unnin fyrir velferðarráðuneytið. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að útgjöld til heilbrigðismála hafi verið hófleg. Ekki má gleyma því að hinn góði árangur sem náðst hefur í íslenskum heilbrigðismálum undanfarna áratugi hefur orðið til í kerfi sem er blanda af opinberum rekstri og einkarekinni starfsemi. Er einhver ástæða til að breyta því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PIP-brjóstapúðar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Liðlega 400 íslenskar konur fengu brjóstafyllingar frá franska framleiðandanaum Poly Implant Protèse (hér eftir nefnt PIP púðar) á árunum 2000-2010, langflestar hjá sama lækninum. Frönsku PIP púðarnir fengu CE-vottun og töldust því hæfir til notkunar í lækningaskyni á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Framleiðandinn stundaði kerfisbundin vörusvik með því að nota við framleiðslu sína iðnaðarsílíkon í stað læknisfræðilegs sílíkons. Um árabil komust eftirlitsstofnanir Evrópusambandsins ekki að þessum svikum. Það var því ómögulegt fyrir notendur púðanna, hvort heldur lækna eða heilbrigðisstofnanir, að varast þessi svik. Málið er nú rannsakað sem sakamál og framleiðandi púðanna situr í varðhaldi. Mikil umræða hefur spunnist undanfarið um PIP brjóstapúða, viðbrögð yfirvalda og ráðleggingar Læknafélags Íslands til hóps félagsmanna vegna málsins. Þung orð hafa verið látin falla og í umræðunni hefur borið á misskilningi og rangfærslum. Ástæða er til að vekja athygli á því að iðulega er blandað saman tveimur málum. Annars vegar snýst málið um úrræði stjórnvalda fyrir konur sem fengið hafa PIP brjóstapúða, hins vegar um ósk landlæknis um að halda persónugreinanlega skrá yfir allar konur sem farið hafa í brjóstastækkun á Íslandi frá árinu 2000. Á fyrra málinu er aðkallandi að finna góða lausn sem konurnar geta sætt sig við, hið síðara getur varla talist brýnt. Lýtalæknum barst bréf frá landlækni í byrjun ársins þar sem óskað var eftir skrá með kennitölum allra kvenna sem gengist hafa undir brjóstastækkunaraðgerðir hjá þeim frá árinu 2000. Hópur kvenna hafði samband við lýtalækna og lagði blátt bann við því að nöfn þeirra kæmu fram á slíkri skrá. Læknar hafa ríka trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart sjúklingum og setti krafa kvennanna um nafnleynd þá í verulegan vanda. Þess vegna óskuðu lýtalæknar eftir aðstoð frá Læknafélagi Íslands. Eftir nákvæma skoðun er það niðurstaða Læknafélags Íslands að óvíst sé að landlækni sé heimilt að gera persónugreinanlega brjóstastækkunarskrá eins og að er stefnt. Þetta var rætt á fundi Læknafélagsins með landlækni og var ákveðið að leita til Persónuverndar sem er endanlegur úrskurðaraðili í málum sem þessum. Mál þetta snýst ekki um að læknar vilji ekki af annarlegum hvötum láta upplýsingar af hendi, heldur snýst það um trúnað lækna gagnvart sjúklingum og að læknar fari eftir lögum og reglum um persónuvernd sjúklinga. Læknar hafa engan persónulegan ávinning af því að afhenda ekki landlækni þau gögn sem til umræðu hafa verið. Lýtalæknar hafa boðið fram aðstoð sína til þess að greiða úr PIP málinu á sem bestan hátt fyrir konurnar. Það kom skýrt fram á fundi lækna með velferðarnefnd Alþingis fyrir skömmu. Lýtalæknirinn sem framkvæmdi flestar PIP aðgerðirnar hafði milligöngu um að senda boðsbréf velferðarráðuneytisins til þeirra kvenna sem fengið höfðu PIP púða. Margt hefur verið rætt og ritað um brjóstastækkunarmálið, sumt af hófsemi og skynsemi en margt hefur verið á misskilningi byggt eða átt rætur að rekja til hreinnar fáfræði. Umræða hefur verið um hugsanlega skaðsemi sílíkonsins í PIP púðunum og var því m.a. haldið fram á tímabili að sílíkonið væri krabbameinsvaldandi. Þær fréttir voru síðar dregnar tilbaka. Rannsóknir eru nú í gangi erlendis á hugsanlegri skaðsemi púðanna. Nánari upplýsingar um PIP púða má finna á heimasíðu landlæknisembættisins (http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2335). Það er mikilvægt að halda allri umræðu um þetta mál á skynsamlegum nótum til að magna ekki áhyggjur kvenna með PIP brjóstafyllingar. Vanda verður alla málsmeðferð og hraða henni um leið eftir föngum. Ein alvarlegasta rangfærslan sem sett hefur verið fram er sú að Læknafélag Íslands tefji fyrir því að konur með PIP púða fái úrlausn sinna mála. Ekkert er fjær sanni. Sú töf sem varð á því að konum með PIP púða væri boðin ómskoðun af brjóstum stafaði af ágreiningi heilbrigðisyfirvalda og Krabbameinsfélags Íslands um greiðslur fyrir þessar skoðanir. Þetta hefur velferðarráðherra staðfest, m.a. í umræðum á Alþingi. Þessi dráttur tengist hvorki Læknafélagi Íslands né lýtalæknum. Enda hefur það komið fram að langflestar konur með PIP púða fengu sent bréf velferðarráðuneytisins strax og yfirvöld höfðu samið um þessar greiðslur. Það er dapurlegt að PIP málið, sem erfitt var að varast fyrir lækna og eftirlitsaðila, sé notað til árása á lækna og samtök þeirra og til að tortryggja alla einkarekna heilbrigðisþjónustu hér á landi. Gæði og árangur íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna áratugi er meðal þess sem best gerist í Evrópu, eins og getið er um í skýrslu ráðgjafarfyritækisins Boston Consulting Group sem nýlega var unnin fyrir velferðarráðuneytið. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að útgjöld til heilbrigðismála hafi verið hófleg. Ekki má gleyma því að hinn góði árangur sem náðst hefur í íslenskum heilbrigðismálum undanfarna áratugi hefur orðið til í kerfi sem er blanda af opinberum rekstri og einkarekinni starfsemi. Er einhver ástæða til að breyta því?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun