Kraðak í Kvosinni 28. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun