Handbolti

Tveir Hafnarfjarðarslagir á þremur dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.

HK og Fram munu eigast við í hinni viðureigninni. Í kvennaflokki fékk Valur, sem sló út bikarmeistara Fram í gær, heimaleik gegn Stjörnunni og þá heimsækja FH-stúlkur ÍBV út í Eyjar.

Haukar og FH hafa þegar mæst tvisvar á þessu tímabili og hafa Haukamenn unnið báða leiki með fimm marka mun en þar á meðal var úrslitaleikur liðanna í deildarbikarnum sem fram fór í Strandgötu í Hafnarfirði.

Undanúrslitaleikir karla eiga að fara fram 12. eða 13. febrúar sem þýðir að Hafnarfjarðarliðin gætu mæst tvisvar á þremur dögum. Deildarleikur liðanna fer fram á sama stað 9. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×