Sýndarsamráð við foreldra 26. janúar 2012 06:00 Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun