Mismunun unga fólksins 26. janúar 2012 06:00 Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun