Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram með pompi og pragt á sunnudaginn í Los Angeles. Fræga fólkið gekk varlega niður rauða dregilinn enda í sviðsljósinu og ekki gott að stíga feilspor, sérstaklega ekki í fatavali. Kjólarnir sem sáust á hátíðinni voru flestir fallegir og var hið svokallaða „hafmeyjusnið“ áberandi.
Frískandi litir og kvenleg snið einkenndu kjólana á rauða dreglinum á Golden Globe í ár. Kvikmyndin The Descendants, með George Clooney í fararbroddi, var sigurvegari kvöldsins sem og kvikmyndin The Artist. Meryl Streep var valin leikkona ársins í dramaflokki fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady.
