Fatnaður sem vex með börnum 6. janúar 2012 21:00 Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar endingargóðan og þægilegan fatnað handa bæði konum og börnum. Kvenfatnaðinn hannar hún undir eigin nafni en barnafötin undir heitinu Pjakkar. fréttablaðið/valli Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira