Fatnaður sem vex með börnum 6. janúar 2012 21:00 Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar endingargóðan og þægilegan fatnað handa bæði konum og börnum. Kvenfatnaðinn hannar hún undir eigin nafni en barnafötin undir heitinu Pjakkar. fréttablaðið/valli Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira