Handbolti

Hermann sá rautt í handboltaleik Eyjaliðanna

Hermann var fullfastur fyrir í vörninni í kvöld.
Hermann var fullfastur fyrir í vörninni í kvöld.
Kempurnar í ÍBV B undir stjórn bæjarstjórans Elliða Vignissonar urðu að játa sig sigraða gegn ÍBV í miklu Eyjauppgjöri í Símabikarnum í kvöld. Þetta var lokaleikurinn í sextán liða úrslitum keppninnar.

Miklar kempur voru í liði ÍBV B og þar á meðal knattspyrnuþjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson, og markverðirnir Sigmar Þröstur Óskarsson og Birkir Ívar Guðmundsson.

Hermann komst ekki á blað í leiknum og var rekinn af velli með rautt spjald rétt fyrir hlé.

Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum var stútfullt og 600 áhorfendur skemmtu sér konunglega yfir tilþrifum kvöldsins.

ÍBV B-ÍBV 17-24 (7-11)

Mörk ÍBV B: Arnar Pétursson 4, Sigurður Friðriksson 4, Gunnar Berg Viktorsson 2, Hjörtur Hinriksson 2, Ingólfur Jóhannesson 1, Guðfinnur Kristmannsson 1, Gunnar Sigurðsson 1, Erlingur Birgir Richardsson 1, Arnar Richardsson 1.

Mörk ÍBV: Magnús Stefánsson 6, Andri Heimir Friðriksson 5, Grétar Þór Eyþórsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Dagur Arnarsson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2, Svavar Grétarsson 1, Guðni Ingvarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×