Handbolti

Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn.

Valur, Fram, ÍBV og Stjarnan berjast um bikarninn í kvennaflokki. Undanúrslitaleikirnir fara fram 27. desember í Strandgötu í Hafnarfirði og úrslitaleikurinn daginn eftir í Laugardalshöll.

Fimmtudagur 27.desember í Strandgötu

Kl.18.15 Valur Stjarnan

Kl.20.00 Fram – ÍBV

Föstudagur 28.desmeber í Laugardalshöll

Kl.17.30 Úrslitaleikur kvenna

Vegna æfingaleikja karlalandsliðsins við Túnisa á milli jóla og nýárs hefur deildarbikar karla verið frestað til loka janúar. Karlalandsliðið leikur sem kunnugt er á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Einni umferð er ólokið fyrir sjö vikna hlé sem gert verður á deildinni í desember og janúar vegna Ljóst er að Haukar og FH verða á meðal efstu liða en Akureyri, ÍR, HK og Fram berjast um hin sætin tvö.

Tólfta umferðin, síðasta umferð fyrir hlé, fer fram á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×