Golden State sjóðheitt | Miami vann þrátt fyrir frákastaleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:44 Carl Landry, liðsmaður Golden State, treður með tilþrifum í nótt. Nordicphotos/Getty Golden State sneri aftur á heimavöll sinn eftir sjö útileiki í röð og vann sigur á lánlausu liði New Orleans Hornets í NBA-körfuboltanum í nótt. Ryan Anderson kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Hornets sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Hornets liðið er reynslulítið og fróðlegt verður að sjá hvernig mótlætið fer í þá. Liðið hefur tapað 18 af síðustu 20 og er útlitið ekki gott. Stríðsmennirnir frá Oakland hafa hins vegar unnið sjö af síðustu átta og erum í góðum málum. David Lee skoraði 26 stig og Klay Thompson 19 stig. Miami vann ellefu stiga sigur á Minnesota Timberwolves í gærkvöldi þrátt fyrir að eiga ekkert í gestina í baráttunni um fráköstin. Gestirnir frá Minnesota tóku 52 fráköst í leiknum en stjörnurnar frá Miami aðeins 24. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James 22 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem lið vinnur sigur þrátt fyrir að taka svo miklu færri fráköst. Andrei Kirileinko skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Miami hefur nú unnið 16 leiki og tapað sex. Aðeisn Oklahoma City Thunder, L.A. Clippers og New York Knicks státa af betra sigurhlutfalli en ekkert liðanna lék í nótt. Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur á Charlotte Bobcats í leik liðanna á vesturströndinni 101-100. Charlotte fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni en sóknin fór út um þúfur. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers.Úrslitin í nótt Washington Wizards 95-100 Atlanta Hawks Cleveland Cavaliers 99-113 Toronto RaptorsMiami Heat 103-92 Minnesota Timberwolves Brooklyn Nets 90-92 Utah JazzMilwaukee Bucks 98-93 Indiana PacersDallas Mavericks 107-100 Philadelphia 76ersDenver Nuggets 112-106 San Antonio SpursLos Angeles Lakers 101-100 Charlotte BobcatsGolden State Warriors 103-96 New Orleans Hornets NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Golden State sneri aftur á heimavöll sinn eftir sjö útileiki í röð og vann sigur á lánlausu liði New Orleans Hornets í NBA-körfuboltanum í nótt. Ryan Anderson kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Hornets sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Hornets liðið er reynslulítið og fróðlegt verður að sjá hvernig mótlætið fer í þá. Liðið hefur tapað 18 af síðustu 20 og er útlitið ekki gott. Stríðsmennirnir frá Oakland hafa hins vegar unnið sjö af síðustu átta og erum í góðum málum. David Lee skoraði 26 stig og Klay Thompson 19 stig. Miami vann ellefu stiga sigur á Minnesota Timberwolves í gærkvöldi þrátt fyrir að eiga ekkert í gestina í baráttunni um fráköstin. Gestirnir frá Minnesota tóku 52 fráköst í leiknum en stjörnurnar frá Miami aðeins 24. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James 22 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem lið vinnur sigur þrátt fyrir að taka svo miklu færri fráköst. Andrei Kirileinko skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Miami hefur nú unnið 16 leiki og tapað sex. Aðeisn Oklahoma City Thunder, L.A. Clippers og New York Knicks státa af betra sigurhlutfalli en ekkert liðanna lék í nótt. Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur á Charlotte Bobcats í leik liðanna á vesturströndinni 101-100. Charlotte fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni en sóknin fór út um þúfur. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers.Úrslitin í nótt Washington Wizards 95-100 Atlanta Hawks Cleveland Cavaliers 99-113 Toronto RaptorsMiami Heat 103-92 Minnesota Timberwolves Brooklyn Nets 90-92 Utah JazzMilwaukee Bucks 98-93 Indiana PacersDallas Mavericks 107-100 Philadelphia 76ersDenver Nuggets 112-106 San Antonio SpursLos Angeles Lakers 101-100 Charlotte BobcatsGolden State Warriors 103-96 New Orleans Hornets
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira