Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-26 Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 6. desember 2012 14:54 Íslandsmeistarar HK fóru sigurferð norður yfir heiðar í kvöld er þeir mættu Akureyri sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var leikur beggja liða nokkuð hægur og frekar óspennandi fyrir augað. Jafnræði var með liðum fram á 15. mínútu fyrri hálfleiks en þá tók við afar sérstakur kafli. Heimamenn virtust hreinlega sofna inn á vellinum en sóknarleikur þeirra var algjörlega út á þekju, ef þeir voru ekki að gera klaufaleg mistök og kasta boltanum frá sér þá var það vörnin eða Arnór Freyr í marki HK sem varði skot leikmanna Akureyrar. Þegar dómarar leiksins flautuðu svo til hálfleiks voru gestirnir komnir sjö mörkum yfir. Heimamenn voru aðeins búnir að skora eitt mark á fimmtán mínútum og það á heimavelli ásamt því að varnarmenn HK voru með fleiri varða bolta en Jovan Kukobat í marki Akureyrar. Gera má ráð fyrir að nokkur vel valin orð hafi verið látin falla í hálfleik. Ræðan virtist ekki hafa skilað miklu því Akureyringar mættu lítið ferskari inn í upphaf síðari hálfleiksins. Það var ekki fyrr en um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum að heimamenn mættu aftur til leiks. Sóknarleikur HK fór að hökta og Akureyringar gengu á lagið og skoruðu fjögur mörk í röð, húsið lifnaði við og allt virðist stefna í hörku spennandi lokakafla. Nær náðu þó heimamenn ekki að komast fyrr en á síðustu mínútu leiksins þegar Bjarni Fritzson skoraði úr víti en Bjarki Már Elísson skoraði síðasta mark leiksins sem endaði 23-26. Nokkuð sannfærandi og öruggur sigur HK sem gerðu nánast allt rétt í kvöld og þá sérstaklega þegar það kemur að varnarleik en það sama verður ekki sagt um heimamenn sem voru langt frá sínu besta fyrir utan einstaka spretti. Atli Karl Bachmann: Ekki annað hægt en að vera sáttur „Þetta er bara mjög gott og frábært að koma og spila hér,“ sagði Atli Karl Bachmann brosmildur eftir leik með poka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera maður leiksins úr liði HK. „Það er ennþá betra að vinna hérna. Við vorum að spila mjög vel í fyrri hálfleik en missum þetta aðeins niður í seinni, náðum þó að klára þetta.“ Atli Karl stóð sig virkilega vel í leiknum enda maður leiksins að mati heimamanna með sjö mörk úr níu skotum. „Það er ekki annað hægt en að vera sáttur. Það eru að koma jól og ég sé ekki betur en að það sé hangikjöt hérna í pokanum og svona.“ Ó lafur Víðir kom aftur inn í lið HK og spilaði mjög vel á miðjum vellinum sem Atli Karl naut góðs af, skiptir hann svona miklu máli fyrir liðið? „Já, en það skiptir samt ekki öllu hver er að spila inn á miðju en Ólafur er með það mikla reynslu og leikskilning. Hann kann þetta alveg og það er betra að hafa hans reynslu í svona leikjum.“ Kristinn Guðmundsson: Fyrst og fremst sigur liðsheildar „Ég er bara fyrst og fremst bara mjög ánægður með liðið mitt,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK sáttur eftir leik. „Við erum að spila frábæran varnarleik allan leikinn og erum að refsa þeim vel í bakið í fyrri hálfleik og svona upphafi seinni hálfleiks. Síðan förum við að hanga aðeins of mikið á þessu og það er hættulegt hér á Akureyri. Við hleyptum þeim nálægt okkur og óþarflega nálægt en náðum samt alltaf að halda okkur í bílstjórasætinu samt sem áður.“ Það leit út fyrir það á köflum að Akureyringar ætluðu að koma sér aftur inn í leikinn en ungu leikmenn HK stóðu pressuna af sér og héldu haus. „Já, Garðar og Atli Karl áttu frábæran leik í dag. Ólafur Víðir stjórnar þeim virkilega vel og Bjarki skilar alltaf sínu. Þetta er fyrst og fremst sigur liðsheildar held ég, varnarleiks og frábærrar markvörslu.“ Það var nokkuð sérstök staða í hálfleik en þá hafði vörn HK varið jafn mörg skot og markmaður Akureyrar. „Við vitum alveg hvaða lið við erum með í höndum. Við erum frábærir varnarlega þegar við höfum fyrir því og hefðum stundum mátt skipta. Ungir strákar eins og Tryggvi, Garðar og Kristján allir að koma inn í bakvörðinn og standa sig frábærlega. Þetta er bara strúktúr sem er að byggjast upp hjá okkur.“ Sævar Árnason: Vil biðja fólk afsökunar „Ég vil eiginlega bara biðja fólk afsökunar á þessu og þá sérstaklega á þessum fyrri hálfleik,“ sagði Sævar Árnason aðstoðarþjálfari Akureyrar eftir leik. „Barnaleg mistök hvað eftir annað sem gáfu þeim leikinn algjörlega. Við reyndum að berjast til baka en þegar við eygðum von þá bara köstuðum við því frá okkur sjálfir. Við getum engum kennt um nema okkar getuleysi.“ Það átti sér stað afar sérstakur kafli í fyrri hálfleiknum þar sem heimamenn náðu aðeins að skora eitt mark á fimmtán mínútum. Kláraðist leikurinn á þeim kafla? „Við byrjuðum þetta fínt og mér fannst við hafa átt að vera með meira forskot þar sem þeir voru að kasta boltanum frá sér hvað eftir annað þarna í byrjun. Ég veit ekki hvort að menn hafi þá haldið að þetta yrði bara eitthvað létt og slökktu gjörsamlega á sjálfum sér. Það var þvílík hörmung að ég hef jafnvel aldrei séð annað eins, bara skammarlegt, því miður.“ Akureyringar virtust ætla að ná að vinna sig inn í leikinn aftur en þetta margfræga síðasta skref reyndist þeim sérstaklega erfitt í kvöld. „Já, eins og ég sagði þá börðumst við í vörninni og hún stóð ágætlega. Við fengum ágæta markvörslu frá Tómasi og vorum að komast inn í þetta. En þegar við gátum nálgast þá meira þá gerðum við mistök. Við látum reka okkur útaf, missum menn framhjá okkur og tökum fáránlegar ákvarðanir sóknarlega. Þetta var algjörlega bara af okkar hálfu sem við töpum þessu.“ Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Íslandsmeistarar HK fóru sigurferð norður yfir heiðar í kvöld er þeir mættu Akureyri sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var leikur beggja liða nokkuð hægur og frekar óspennandi fyrir augað. Jafnræði var með liðum fram á 15. mínútu fyrri hálfleiks en þá tók við afar sérstakur kafli. Heimamenn virtust hreinlega sofna inn á vellinum en sóknarleikur þeirra var algjörlega út á þekju, ef þeir voru ekki að gera klaufaleg mistök og kasta boltanum frá sér þá var það vörnin eða Arnór Freyr í marki HK sem varði skot leikmanna Akureyrar. Þegar dómarar leiksins flautuðu svo til hálfleiks voru gestirnir komnir sjö mörkum yfir. Heimamenn voru aðeins búnir að skora eitt mark á fimmtán mínútum og það á heimavelli ásamt því að varnarmenn HK voru með fleiri varða bolta en Jovan Kukobat í marki Akureyrar. Gera má ráð fyrir að nokkur vel valin orð hafi verið látin falla í hálfleik. Ræðan virtist ekki hafa skilað miklu því Akureyringar mættu lítið ferskari inn í upphaf síðari hálfleiksins. Það var ekki fyrr en um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum að heimamenn mættu aftur til leiks. Sóknarleikur HK fór að hökta og Akureyringar gengu á lagið og skoruðu fjögur mörk í röð, húsið lifnaði við og allt virðist stefna í hörku spennandi lokakafla. Nær náðu þó heimamenn ekki að komast fyrr en á síðustu mínútu leiksins þegar Bjarni Fritzson skoraði úr víti en Bjarki Már Elísson skoraði síðasta mark leiksins sem endaði 23-26. Nokkuð sannfærandi og öruggur sigur HK sem gerðu nánast allt rétt í kvöld og þá sérstaklega þegar það kemur að varnarleik en það sama verður ekki sagt um heimamenn sem voru langt frá sínu besta fyrir utan einstaka spretti. Atli Karl Bachmann: Ekki annað hægt en að vera sáttur „Þetta er bara mjög gott og frábært að koma og spila hér,“ sagði Atli Karl Bachmann brosmildur eftir leik með poka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera maður leiksins úr liði HK. „Það er ennþá betra að vinna hérna. Við vorum að spila mjög vel í fyrri hálfleik en missum þetta aðeins niður í seinni, náðum þó að klára þetta.“ Atli Karl stóð sig virkilega vel í leiknum enda maður leiksins að mati heimamanna með sjö mörk úr níu skotum. „Það er ekki annað hægt en að vera sáttur. Það eru að koma jól og ég sé ekki betur en að það sé hangikjöt hérna í pokanum og svona.“ Ó lafur Víðir kom aftur inn í lið HK og spilaði mjög vel á miðjum vellinum sem Atli Karl naut góðs af, skiptir hann svona miklu máli fyrir liðið? „Já, en það skiptir samt ekki öllu hver er að spila inn á miðju en Ólafur er með það mikla reynslu og leikskilning. Hann kann þetta alveg og það er betra að hafa hans reynslu í svona leikjum.“ Kristinn Guðmundsson: Fyrst og fremst sigur liðsheildar „Ég er bara fyrst og fremst bara mjög ánægður með liðið mitt,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK sáttur eftir leik. „Við erum að spila frábæran varnarleik allan leikinn og erum að refsa þeim vel í bakið í fyrri hálfleik og svona upphafi seinni hálfleiks. Síðan förum við að hanga aðeins of mikið á þessu og það er hættulegt hér á Akureyri. Við hleyptum þeim nálægt okkur og óþarflega nálægt en náðum samt alltaf að halda okkur í bílstjórasætinu samt sem áður.“ Það leit út fyrir það á köflum að Akureyringar ætluðu að koma sér aftur inn í leikinn en ungu leikmenn HK stóðu pressuna af sér og héldu haus. „Já, Garðar og Atli Karl áttu frábæran leik í dag. Ólafur Víðir stjórnar þeim virkilega vel og Bjarki skilar alltaf sínu. Þetta er fyrst og fremst sigur liðsheildar held ég, varnarleiks og frábærrar markvörslu.“ Það var nokkuð sérstök staða í hálfleik en þá hafði vörn HK varið jafn mörg skot og markmaður Akureyrar. „Við vitum alveg hvaða lið við erum með í höndum. Við erum frábærir varnarlega þegar við höfum fyrir því og hefðum stundum mátt skipta. Ungir strákar eins og Tryggvi, Garðar og Kristján allir að koma inn í bakvörðinn og standa sig frábærlega. Þetta er bara strúktúr sem er að byggjast upp hjá okkur.“ Sævar Árnason: Vil biðja fólk afsökunar „Ég vil eiginlega bara biðja fólk afsökunar á þessu og þá sérstaklega á þessum fyrri hálfleik,“ sagði Sævar Árnason aðstoðarþjálfari Akureyrar eftir leik. „Barnaleg mistök hvað eftir annað sem gáfu þeim leikinn algjörlega. Við reyndum að berjast til baka en þegar við eygðum von þá bara köstuðum við því frá okkur sjálfir. Við getum engum kennt um nema okkar getuleysi.“ Það átti sér stað afar sérstakur kafli í fyrri hálfleiknum þar sem heimamenn náðu aðeins að skora eitt mark á fimmtán mínútum. Kláraðist leikurinn á þeim kafla? „Við byrjuðum þetta fínt og mér fannst við hafa átt að vera með meira forskot þar sem þeir voru að kasta boltanum frá sér hvað eftir annað þarna í byrjun. Ég veit ekki hvort að menn hafi þá haldið að þetta yrði bara eitthvað létt og slökktu gjörsamlega á sjálfum sér. Það var þvílík hörmung að ég hef jafnvel aldrei séð annað eins, bara skammarlegt, því miður.“ Akureyringar virtust ætla að ná að vinna sig inn í leikinn aftur en þetta margfræga síðasta skref reyndist þeim sérstaklega erfitt í kvöld. „Já, eins og ég sagði þá börðumst við í vörninni og hún stóð ágætlega. Við fengum ágæta markvörslu frá Tómasi og vorum að komast inn í þetta. En þegar við gátum nálgast þá meira þá gerðum við mistök. Við látum reka okkur útaf, missum menn framhjá okkur og tökum fáránlegar ákvarðanir sóknarlega. Þetta var algjörlega bara af okkar hálfu sem við töpum þessu.“
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira