Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars Magnús Halldórsson skrifar 6. desember 2012 16:45 Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira