Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 28-28 Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 22. nóvember 2012 14:07 Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. HK byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í 1-4. Afturelding vann sig þó hægt og sígandi inn í leikinn og náði að jafna í stöðunni 7-7. Í kjölfarið náðu heimamenn smá tökum á leiknum og leiddu fram að hálfleik. Mestur var munurinn þrjú mörk, 14-11, en tveim mörkum munaði í hálfleik. 15-13. Heimamenn voru beittari á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur af seinni hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk, 22-17. Þá var Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það svínvirkaði því HK komst í kjölfarið á mikið flug. Leikmenn fóru að taka á heimamönnum í vörninni og það skilaði hraðaupphlaupum. HK náði að jafna, 22-22, þegar 13 mínútur voru eftir og spennandi lokakafli fram undan. Þeir komust svo yfir og gott betur því HK náði þriggja marka forskoti, 23-26. 9-1 kafli hjá þeim sem var með ólíkindum. Héldu flestir að heimamenn væru bugaðir en svo var alls ekki. Þeir rifu sig upp á afturendanum og náðu að jafna, 27-27, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Bæði lið skoruðu eitt í viðbót og þar við sat. HK fékk síðustu sóknina en hún var skelfilega útfærð. Liðið kom ekki skoti á markið. Jafnteflið líklega sanngjarnt þegar upp var staðið í þessum skrautlega leik. Leikurinn var hrikalega kaflaskiptur. Bæði lið skiptust á að eiga góða og slæma kafla. Garðar Svansson HK-ingur heillaði mig þó mest í þessum leik. Bjarki Már Elísson var öflugur hjá HK sem og Ólafur Víðir og Atli Karl. Arnór átti flotta spretti í markinu. Örn Ingi dró vagninn lengi vel hjá heimamönnum og Pétur Júníusson kom sterkur inn. Svo varði Davíð oft vel.Reynir: Við fórum inn í okkur "Við vorum með fimm marka forskot í seinni hálfleik og því er ég svekktur. Að sama skapi er ég ánægður að ná jafntefli úr því sem komið er. Strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í vetur. "Það var mikilvægt að brjóta ísinn og næst kemur sigur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við leikinn. Sóknarleikurinn var flottur. Við áttum inni í varnarleiknum en hann var miklu betri í seinni hálfleik. "Við erum að læra að vinna og það mun koma með tíð og tíma að læra að halda svona forskoti. Við fórum inn í okkur í stað þess að vera ákveðnir og sækja mörk. Ég tek samt ekki af strákunum að þeir komu til baka. Samt er það eðlilega svekkjandi að vinna ekki."Kristinn: Áttum að klára þetta Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, vissi ekki alveg hvernig honum átti að líða eftir þennan rússibanaleik. "Ég veit ekki alveg hvernig mér líður en á endanum er ég temmilega sáttur við þetta. Það er ekkert grín að spila við Aftureldingu," sagði Kristinn en hans lið tók heldur betur við sér í stöðunni 22-17. "Þá bara vöknuðum við til lífsins. Fórum að gera hlutina almennilega og berja frá okkur. Það er samt sorglegt að falla í sömu gryfjuna og fyrr í leiknum undir lokin. Við áttum að klára þetta eftir að hafa náð 9-1 kafla. "Þetta var rússibani en það var margt jákvætt í okkar leik að þessu sinni. Strákar í liðinu sýndu karakter og neituðu að tapa. Ég er mjög ánægður með það. Með slíkt vopn í höndunum er hægt að gera ýmislegt." Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. HK byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í 1-4. Afturelding vann sig þó hægt og sígandi inn í leikinn og náði að jafna í stöðunni 7-7. Í kjölfarið náðu heimamenn smá tökum á leiknum og leiddu fram að hálfleik. Mestur var munurinn þrjú mörk, 14-11, en tveim mörkum munaði í hálfleik. 15-13. Heimamenn voru beittari á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur af seinni hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk, 22-17. Þá var Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það svínvirkaði því HK komst í kjölfarið á mikið flug. Leikmenn fóru að taka á heimamönnum í vörninni og það skilaði hraðaupphlaupum. HK náði að jafna, 22-22, þegar 13 mínútur voru eftir og spennandi lokakafli fram undan. Þeir komust svo yfir og gott betur því HK náði þriggja marka forskoti, 23-26. 9-1 kafli hjá þeim sem var með ólíkindum. Héldu flestir að heimamenn væru bugaðir en svo var alls ekki. Þeir rifu sig upp á afturendanum og náðu að jafna, 27-27, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Bæði lið skoruðu eitt í viðbót og þar við sat. HK fékk síðustu sóknina en hún var skelfilega útfærð. Liðið kom ekki skoti á markið. Jafnteflið líklega sanngjarnt þegar upp var staðið í þessum skrautlega leik. Leikurinn var hrikalega kaflaskiptur. Bæði lið skiptust á að eiga góða og slæma kafla. Garðar Svansson HK-ingur heillaði mig þó mest í þessum leik. Bjarki Már Elísson var öflugur hjá HK sem og Ólafur Víðir og Atli Karl. Arnór átti flotta spretti í markinu. Örn Ingi dró vagninn lengi vel hjá heimamönnum og Pétur Júníusson kom sterkur inn. Svo varði Davíð oft vel.Reynir: Við fórum inn í okkur "Við vorum með fimm marka forskot í seinni hálfleik og því er ég svekktur. Að sama skapi er ég ánægður að ná jafntefli úr því sem komið er. Strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í vetur. "Það var mikilvægt að brjóta ísinn og næst kemur sigur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við leikinn. Sóknarleikurinn var flottur. Við áttum inni í varnarleiknum en hann var miklu betri í seinni hálfleik. "Við erum að læra að vinna og það mun koma með tíð og tíma að læra að halda svona forskoti. Við fórum inn í okkur í stað þess að vera ákveðnir og sækja mörk. Ég tek samt ekki af strákunum að þeir komu til baka. Samt er það eðlilega svekkjandi að vinna ekki."Kristinn: Áttum að klára þetta Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, vissi ekki alveg hvernig honum átti að líða eftir þennan rússibanaleik. "Ég veit ekki alveg hvernig mér líður en á endanum er ég temmilega sáttur við þetta. Það er ekkert grín að spila við Aftureldingu," sagði Kristinn en hans lið tók heldur betur við sér í stöðunni 22-17. "Þá bara vöknuðum við til lífsins. Fórum að gera hlutina almennilega og berja frá okkur. Það er samt sorglegt að falla í sömu gryfjuna og fyrr í leiknum undir lokin. Við áttum að klára þetta eftir að hafa náð 9-1 kafla. "Þetta var rússibani en það var margt jákvætt í okkar leik að þessu sinni. Strákar í liðinu sýndu karakter og neituðu að tapa. Ég er mjög ánægður með það. Með slíkt vopn í höndunum er hægt að gera ýmislegt."
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira