Lagerbäck: Betra að Gylfi og Alfreð hvíli núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2012 15:45 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira