Fótbolti

Viking fékk 22 milljónir frá stuðningsmanni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víkingalegur stuðningsmaður í Noregi.
Víkingalegur stuðningsmaður í Noregi. Nordic Photos / Getty Images
Norska úrvalsdeildarfélagið Viking í Stafangri á í fjárhagskröggum og ákvað stuðninsgmaður liðsins að styrkja liðið með einni milljón norskri króna - um 22 milljónum íslenskra króna.

Stuðningsmaðurinn setti sig í samband við forráðamenn félagsins. Eftir að nokkrir tölvupóstar gengu á milli þeirra rataði upphæðin á bankareikning félagsins.

„Við vorum í sjokki," sagði framkvæmdarstjórinn Arne Larsen Ökland við norska fjölimðla. „Þessu hefðum við aldrei trúað fyrirfram en við erum auðvitað mjög ánægðir."

„Það versta er að það er mikil þörf fyrir þennan pening. Þetta er ótrúleg saga."

Indriði Sigurðsson leikur með Viking í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×