Handbolti

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag. FH og HK eru komin upp í sex stig eftir leiki dagsins en Fylkir hafði betur gegn Aftureldingu í botnslag deildarinnar.

FH vann Hauka, 25-21, í Hafnarfjarðarslag og þá vann HK nauman sigur á Selfyssingum, 27-25. Stjarnan vann auðveldan sigur á Gróttu og er með fjögur stig eftir fimm leiki.

Efstu liðin, Valur og Fram, spila bæði í EHF-bikarnum um helgina og sitja því hjá í umferðinni.

Úrslit og markaskorarar:

Grótta - Stjarnan 19-27 (8-14)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 6, Tinna Laxdal 4, Harpa Baldursdóttir 3, Elín Helga Jónsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Hanna G. Stefánsdóttir 9, Indíana Jóhannsdóttir 6, Jóna M. Ragnarsdóttir 4, Sandra Sigurjónsdóttir 2, Kristín Clausen 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 1, Arna Dýrfjörð 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1.

Fylkir - Afturelding 16-14 (9-8)

Mörk Fylkis: Thea Imami Sturludóttir 5, Ingibjörg Karlsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 2, Lilja Gylfadóttir 2, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 1, Hildur Karen Jóhannsdóttir 1, Erna Davíðsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 4, Hekla Daðadóttir 4, Sandra Egilsdóttir 3, Vigdís Brandsdóttir 2, Grace McDonald Þorkelsdóttir 1.

HK - Selfoss 27-25 (12-13)

Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 9, Heiðrún Björk Helgadóttir 8, Sóley Ívarsdóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 1.

Mörk Selfoss: Þuríður Guðjónsdóttir 7, Tinna Soffía Traustadóttir 6, Carmen Palamariu 6, Kara Rún Árnadóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Hildur Öder EInarsdóttir 1.

FH - Haukar 25-21 (11-10)

Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 3, Steinunn Snorradóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2.

Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×