Handbolti

Haukar selja auglýsingar á kústana sína

Rafgeymasalan ríður á vaðið og auglýsir fyrst allra á íslenskum moppum í íþróttahúsum. Reyndar er samt venja að tala um kúst í þessu samhengi.
Rafgeymasalan ríður á vaðið og auglýsir fyrst allra á íslenskum moppum í íþróttahúsum. Reyndar er samt venja að tala um kúst í þessu samhengi. mynd/vilhelm
Það er ekki auðvelt verk að reka íþróttastarf á Íslandi og þurfa menn að leita ýmissa leiða til að afla fjár. Handknattleiksdeild Hauka hefur nú farið nýja og skemmtilega leið.

Þeir eru með auglýsingar á kústunum sem er ekki vitlaust enda kústarnir oft í leik að þurrka svita.

Þessi leið hefur lengi verið farin í Þýskalandi en þar eru það reyndar stelpur í stuttum pilsum sem sjá um að þurrka svitann. Á Ásvöllum eru það ungir og vaskir drengir úr yngri flokkum.

Í Hollandi var eitt sinn farin mjög sérkennileg leið þegar naktar stelpur þaktar líkamsmálningu sáu um verkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×