NFL: Fálkarnir enn ósigraðir og Peyton á flugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2012 11:15 Peyton Manning og Drew Brees eftir leikinn í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14 NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sjá meira
Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14
NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sjá meira