NFL: Fálkarnir enn ósigraðir og Peyton á flugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2012 11:15 Peyton Manning og Drew Brees eftir leikinn í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14 NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira
Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14
NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira