Handbolti

Ásbjörn kominn aftur heim í FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn Friðriksson Mynd/Vilhelm
Ásbjörn Friðriksson er kominn aftur heim frá Svíþjóð og ætlar að spila með FH í N1 deild karla í handbolta í vetur. Ásbjörn hefur undanfarið leikið með sænska liðinu Alingsås. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

„Ásbjörn gekk til liðs við Alingsås í júní 2011 og lék mjög vel með liðinu á síðasta tímabili. Í sumar var skipt um þjálfara hjá liðnu og hefur Ásbjörn verið inn og út úr liðinu. Hann hefði getað farið að láni í annað sænskt félag en segir það ekki hafa komið til greina að sinni hálfu, vildi frekar koma til baka til FH," segir í fréttatilkynningu FH-inga.

Alingsås og FH hafa náð samkomulagi um að Ásbjörn gangi til liðs við FH á láni út veturinn og svo gæti síðan farið að Ásbjörn geri samning við FH eftir tímabilið.

Ásbjörn er uppalinn á Akureyri en lék með FH í þrjú ár áður en hann fór til Svíþjóðar. Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH-liðinu 2011 og FH hefur nú endurheimt tvo leikmenn úr Íslandsmeistaraliði sínu því Logi Geirsson er búinn að taka fram skóna að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×