Phil Jackson: LeBron James getur náð Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2012 21:00 Phil Jackson og Michael Jordan. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson, fyrrum þjálfari Michael Jordan hjá Chicago Bulls og sigursælasti NBA-þjálfari allra tíma segir að LeBron James eigi möguleika á því að eiga jafngóðan eða betri feril en Michael Jordan. Það fari allt eftir því hvernig LeBron James takist að nýta alla þessa líkamlegu yfirburði sem hann hefur. Körfuboltaspekingar hafa verið duglegir að bera LeBron James saman við Michael Jordan og Jackson var alveg tilbúinn í að taka undir orð Charles Barkley sem hélt því fram á dögunum að James gæti orðið betri en MJ. „Hann hefur alla þessa líkamlegu hæfileika og við furðum okkur öll yfir því hvernig svona maður varð til," sagði Phil Jackson í viðtali hjá ESPN Chicago. „Varnarleikurinn hans var misjafn fyrstu árin en hann hefur unnið í honum og getur nú spilað fjórar stöður á vellinum. Ég hef ekki séð hann reyna við miðherjastöðuna en hann getur spilað hinar fjórar stöðurnar vel," sagði Jackson. „Það er einstakt. Michael gat spilað þrjár stöður og var mjög góður í þeim öllum en Lebron hefur allan þennan líkamlega styrk. Hann hefur líka enn tíma til að nýta sér þessa yfirburði sína betur. Það er samt erfitt að fara að tala um sex titla þegar hann hefur enn ekki unnið tvo," sagði Jackson. „Það er líka erfitt að bera saman leikmenn og velja þann besta. Það er samt mjög margt í leik James sem er að verða betra og betra og því mun bara tíminn að leiða í ljós hversu miklu hann nær út úr sínum ferli og hvort að hann nái einhvern tímann Michael Jordan," sagði Jackson. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Phil Jackson, fyrrum þjálfari Michael Jordan hjá Chicago Bulls og sigursælasti NBA-þjálfari allra tíma segir að LeBron James eigi möguleika á því að eiga jafngóðan eða betri feril en Michael Jordan. Það fari allt eftir því hvernig LeBron James takist að nýta alla þessa líkamlegu yfirburði sem hann hefur. Körfuboltaspekingar hafa verið duglegir að bera LeBron James saman við Michael Jordan og Jackson var alveg tilbúinn í að taka undir orð Charles Barkley sem hélt því fram á dögunum að James gæti orðið betri en MJ. „Hann hefur alla þessa líkamlegu hæfileika og við furðum okkur öll yfir því hvernig svona maður varð til," sagði Phil Jackson í viðtali hjá ESPN Chicago. „Varnarleikurinn hans var misjafn fyrstu árin en hann hefur unnið í honum og getur nú spilað fjórar stöður á vellinum. Ég hef ekki séð hann reyna við miðherjastöðuna en hann getur spilað hinar fjórar stöðurnar vel," sagði Jackson. „Það er einstakt. Michael gat spilað þrjár stöður og var mjög góður í þeim öllum en Lebron hefur allan þennan líkamlega styrk. Hann hefur líka enn tíma til að nýta sér þessa yfirburði sína betur. Það er samt erfitt að fara að tala um sex titla þegar hann hefur enn ekki unnið tvo," sagði Jackson. „Það er líka erfitt að bera saman leikmenn og velja þann besta. Það er samt mjög margt í leik James sem er að verða betra og betra og því mun bara tíminn að leiða í ljós hversu miklu hann nær út úr sínum ferli og hvort að hann nái einhvern tímann Michael Jordan," sagði Jackson.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira