Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28 Sigmar Sigfússon skrifar 29. september 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka." Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka."
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira