Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28 Sigmar Sigfússon skrifar 29. september 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka." Olís-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka."
Olís-deild karla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti