Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. september 2012 16:13 Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun