Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. september 2012 18:51 Stefán Rafn Sigurmannsson. Mynd/Valli Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira