Handbolti

Meisturunum spáð falli | Haukum og Val spáð titlinum

Því er spáð að Aron Kristjánsson muni sópa til sín bikurum í vetur á lokaári sínu með Haukum.
Því er spáð að Aron Kristjánsson muni sópa til sín bikurum í vetur á lokaári sínu með Haukum.
Kynningarfundur N1-deildanna fór fram í hádeginu í dag. Á fundinum var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna fyrir veturinn.

Það kemur fáum á óvart að Haukum og Val sé spáð Íslandsmeistaratitlum. Meiri athygli vekur að Íslandsmeisturum HK í karlaflokki sé spáð falli úr deildinni.

Hér að neðan má sjá spána í öllum deildum.

Spá N1-deildar karla:

1. Haukar - 237 stig.

2. FH - 193

3. ÍR - 175

4. Akureyri - 170

5. Afturelding - 130

6. Fram - 128

7. Valur - 112

8. HK - 103

Þreföld umferð. Fjögurra liða úrslitakeppni og neðsta liðið fellur en næstneðsta fer í umspil.

Spá N1-deildar kvenna:

1. Valur - 385 stig

2. Fram - 367

3. Stjarnan - 317

4. ÍBV - 301

5. Grótta - 252

6. HK - 223

7. FH 202

8. Haukar - 181

9. Fylkir - 118

10. Selfoss - 111

11. Afturelding - 84

Tvöföld umferð. Átta liða úrslitakeppni og ekkert lið fellur.

1. deild karla:

1. Grótta - 196 stig.

2. Víkingur - 195

3. Stjarnan - 192

4.-5. ÍBV - 186

4.-5. Selfoss - 186

6. Fjölnir - 106

7. Þróttur - 100

8. Fylkir - 87






Fleiri fréttir

Sjá meira


×