Íslenski boltinn

Fyrirliðinn missir af Skotaleiknum - Harpa kölluð inn í A-landslið kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir, til vinstri, fagnar hér marki með Stjörnunni.
Harpa Þorsteinsdóttir, til vinstri, fagnar hér marki með Stjörnunni. Mynd/Stefán
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með íslenska liðinu í vináttulandsleik á móti Skotlandi 4. ágúst næstkomandi. Katrín á við meiðsli að stríða.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn í stað fyrirliðans en Harpa hefur spilað frábærlega með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Harpa, hefur leikið 20 A-landsleiki og lék síðast með liðinu á móti Dönum í Algarve-bikarnum í mars. Harpa hefur skorað 10 mörk í 12 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

A landsliðið leikur gegn Skotum laugardaginn 4. ágúst í Glasgow og daginn eftir, sunnudaginn 5. ágúst, leika U23 landslið þjóðanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×