Íslenski boltinn

FH hugsanlega á leið til Póllands

Hjörtur Hjartarson skrifar
Atli Guðnason á fullri ferð gegn Eschen Mauren á dögunum
Atli Guðnason á fullri ferð gegn Eschen Mauren á dögunum
Karlalið FH í knattspyrnu mætir annaðhvort liði frá Póllandi eða Aserbaidsjan nái félagið að slá út AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH og AIK mættust í Svíþjóð í gær og skildu jöfn, 1-1. Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika í næstu viku.

Dregið var í þriðju umferð forkeppninnar í morgun og kom þá í ljós að sigurvegarinn úr viðureign FH og AIK mætir annaðhvort Lech Poznan frá Póllandi eða Khazar Lankaran frá Aserbaidsjan. Liðin gerðu jafntefli, 1-1 í fyrri viðureign liðanna í gær á heimavelli Khazar.

1.deildarlið Þórs á ekki mikla möguleika á að komast áfram í næstu umferð eftir að hafa tapað fyrir tékkneska liðinu Mlada Boleslav í gær, 3-0. Ef Þór tekst hinsvegar að snúa taflinu sér í vil mætir liðið annaðhvort Twente frá Hollandi eða finnska liðinu Inter Turku.

Þar er finnska liðið í góðri stöðu eftir að liðin sættust á jafnan hlut í Hollandi í gær, 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×