Íslenski boltinn

Þjálfari dæmdur í mánaðarlangt bann

Nordic Phtos / Getty Images
Sævar Pétursson, þjálfari 4. flokks KA í knattspyrnu, vær í gær úrskurðaður í mánaðarlangt bann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Sævar fékk rautt spjald á 37. mínútu leiks Breiðabliks og KA á Íslandsmóti B-liða í 4. flokki karla og var leikurinn við það flautaður af.

Samkvæmt leikskýrslu komst Breiðablik í 2-1 forystu í leiknum á sömu mínútu en dómari leiksins, Snorri Páll Einarsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann vísaði á KSÍ en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri sambandsins, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þar sem áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn.

Samkvæmt heimildum Vísis áttu Sævar og Snorri Páll í orðaskiptum sem höfðu með sér þessar afleiðingar.

Sævar lék áður með Fram, Val og Breiðabliki í efstu deild ásamt fleiri félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×