Íslenski boltinn

Færði landsliðsstelpunum rós á kvenréttindadaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni og konurnar.
Guðni og konurnar. Mynd/Heimasíða KSÍ
Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sló í gegn í Búlgaríu í gær þegar hann færði öllum konum í liðinu rós í tilefni af kvenréttindadeginum. Íslenska landsliðið mætir heimastúlkum á morgun í undankeppni EM.

19. júní voru 97 ár síðan að konur fengu kosningarétt til Alþingis og þessi kvenréttindadagur var ofarlega í huga Guðna. Hann kom færandi hendi með bleikar rósir og afhenti hverju herbergi rós sem og öllum konum í þjálfarateymi og fararstjórn. Tveir leikmenn eru í hverju herbergi þannig að herbergisfélagarnir deila saman einni rós.

„Eins og nærri má geta vakti þetta mikla lukku í hópnum enda Guðni Kjartansson maður með mikla reynslu og veit hvað skiptir máli í boltanum," segir í frétt á heimasíðu sambandsins undir fyrirsögninni: „Guðni og konurnar".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×