Íslenski boltinn

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson fagnar sigri á St. Patricks í fyrri leiknum í fyrra en hann dugði þó ekki til að komast áfram.
Þórarinn Ingi Valdimarsson fagnar sigri á St. Patricks í fyrri leiknum í fyrra en hann dugði þó ekki til að komast áfram. Mynd/Óskar Andri
Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

FH dróst á móti USV Eschen-Mauren frá Liechtenstein og á fyrri leikinn á heimavelli.

ÍBV og Þór fengu bæði írsk félög, ÍBV mætir St. Patricks alveg eins og í fyrra en Þór fær Bohemians en bæði þessi félög koma frá Dublin.

ÍBV og Þór eiga bæði útileikina fyrst en fyrri leikirnir fara fram 5. júlí en þeir síðari 12. júlí.

Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×