Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. júní 2012 15:45 Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar