Stuðningsgrein vegna framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur Vigdís Grímsdóttir skrifar 27. júní 2012 15:30 Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun