

Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn?
Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað.
Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi.
Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk.
Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands.
Skoðun

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar

Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor
Engilbert Sigurðsson skrifar