Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands? Hákon Einar Júlíusson skrifar 28. júní 2012 19:00 Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar