Aðgát skal höfð í nærveru sálar Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa 10. júní 2012 11:50 Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar