Íslenski boltinn

1. deild karla: Víkingar úr Ólafsvík tylltu sér á toppinn

Ejub Purisevic er þjálfari Víkings úr Ólafsvík.
Ejub Purisevic er þjálfari Víkings úr Ólafsvík.
Alls fara fjórir leikir fram í 1. deild karla í fótbolta í dag og er þremur þeirra lokið. Nýliðar Tindastóls lögðu Víkinga frá Reykjavík á heimavelli, 2-1. Haukar töpuðu á heimavelli 2-0 gegn Víkingum úr Ólafsvík. Þróttur og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum.

Evan Schwartz kom Víkingum úr Reykjavík yfir gegn Tindastól með marki á 11. mínútu, en Fannar Freyr Gíslason jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins mínútu síðar. Theodore Eugene Furness kom Tindastólsmönnum í 2-1 á 59. mínútu og Ben J Everson skoraði þriðja mark liðsins. Með sigrinum er Tindastóll með 7 stig í 7. sæti deildarinnar og fór þar með upp fyrir Víkinga úr Reykjavík. Reynir Leósson varnarmaður Víkinga fékk rautt spjald undir lok leiksins en hann fékk þá síðara gula spjald sitt í leiknum. Heimild fotbolti.net.

Björn Pálsson skoraði bæði mörk Víkinga úr Ólafsvík gegn Haukum, það fyrra á 37. mínútu, og það síðara á 66. mínútu. Víkingar eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 13 stig en Haukar eru í því í þriðja með 11 stig. Fjölnir er með 12 stig og Þór frá Akureyri er með sama stigafjölda en Þórsarar leika gegn ÍR-ingum í dag og hefst sá leikur kl. 16.00. Heimild urslit.net.

Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði fyrir BÍ/Bolungarvík á 46. mínútu, en Vilhjálmur Pálsson jafnaði fyrir Þróttara á 75. mínútu. Hallur Hallsson leikmaður Þróttar fékk rautt spjald á 90. mínútu. Þróttur er með 3 stig í næst neðsta sæti deildarinnar, BÍ/Bolungarvík er þar fyrir ofan með 4 stig en Leiknir úr Reykjavík er neðst með 3 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×