Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2012 08:37 Kevin Durant og félagar, nýkjörnir vesturdeildarmeistarar virða verðlaun sín fyrir sér í nótt. Nordicphotos/Getty Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. San Antonio vann síðustu tíu deildarleiki sína og þá fyrstu tíu í úrslitakeppninni þegar Oklahoma tók málin í sínar hendur. 2-0 undir í seríunni gegn San Antonio sneru þeir blaðinu gjörsamlega við og var sigurinn í nótt þeirra fjórði í röð. „Við héldum að þetta væri okkar ár. Okkar tími til að fara í úrslit og vinna deildina aftur," sagði Tim Duncan kraftframherji San Antonio í leikslok sem hefur fjórum sinnum verið í sigurliði San Antonio í NBA. „Í lokin virtust allir dómar falla með þeim. Það breytti gangi mála. Við reyndum að stöðva þá, halda aftur af þeim en flauta dómaranna gall í hvert skipti. Þeir fóru endurtekið á vítalínuna og fengu ókeypis stig," sagði Duncan niðurlútur. Oklahoma mætir sigurvegaranum í úrslitum austurdeildar þar sem Boston Celtics leiðir 3-2 gegn Miami Heat. Sjötti leikur liðanna fer fram í nótt. „Þrátt fyrir að við séum vissulega daprir og niðurlútir er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta gengi Oklahoma er eins og upp úr kvikmyndahandriti frá Hollywood," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio. „Þeir slógu út meistarana frá því í fyrra, Dallas, fóru í gegnum Lakes og nú í gegnum okkur. Þessi lið hafa unnið tíu af síðustu þrettán NBA-titlum," sagði Poppovich. Oklahoma slátraði Dallas 4-0 í fyrstu umferð og svo Los Angeles Lakers 4-1 í annarri umferð. Nú hefur San Antonio fengið að kenna á Kevin Durant og félögum sem hljóta að teljast sigurstranglegir fyrir úrslitaeinvígið hver svo sem andstæðingurinn verður. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. San Antonio vann síðustu tíu deildarleiki sína og þá fyrstu tíu í úrslitakeppninni þegar Oklahoma tók málin í sínar hendur. 2-0 undir í seríunni gegn San Antonio sneru þeir blaðinu gjörsamlega við og var sigurinn í nótt þeirra fjórði í röð. „Við héldum að þetta væri okkar ár. Okkar tími til að fara í úrslit og vinna deildina aftur," sagði Tim Duncan kraftframherji San Antonio í leikslok sem hefur fjórum sinnum verið í sigurliði San Antonio í NBA. „Í lokin virtust allir dómar falla með þeim. Það breytti gangi mála. Við reyndum að stöðva þá, halda aftur af þeim en flauta dómaranna gall í hvert skipti. Þeir fóru endurtekið á vítalínuna og fengu ókeypis stig," sagði Duncan niðurlútur. Oklahoma mætir sigurvegaranum í úrslitum austurdeildar þar sem Boston Celtics leiðir 3-2 gegn Miami Heat. Sjötti leikur liðanna fer fram í nótt. „Þrátt fyrir að við séum vissulega daprir og niðurlútir er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta gengi Oklahoma er eins og upp úr kvikmyndahandriti frá Hollywood," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio. „Þeir slógu út meistarana frá því í fyrra, Dallas, fóru í gegnum Lakes og nú í gegnum okkur. Þessi lið hafa unnið tíu af síðustu þrettán NBA-titlum," sagði Poppovich. Oklahoma slátraði Dallas 4-0 í fyrstu umferð og svo Los Angeles Lakers 4-1 í annarri umferð. Nú hefur San Antonio fengið að kenna á Kevin Durant og félögum sem hljóta að teljast sigurstranglegir fyrir úrslitaeinvígið hver svo sem andstæðingurinn verður.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira