Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 8. júní 2012 13:41 Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar