Krugman: Evran var mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 12:00 Paul Krugman er einn af virtustu hagfræðingum í heimi, en hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008. Hann var meðal gesta á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS í Hörpu í nóvember sl. Krugman hefur skrifað fasta pistla í New York Times frá árinu 1999. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira