Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 16:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira