Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 14:06 Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér. Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér.
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira