NBA: Góðir sigrar hjá Boston og Philadelphia á útivelli 2. maí 2012 08:30 Paul Pierce og Jannero Pargo leikmaður Atlanta berjast um boltann. AP Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76'ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit. Jrue Holiday skoraði 26 stig og Lou Williams bætti við 20 stigum fyrir Philadelphia 76'ers í 109-92 sigri liðsins á útivelli gegn Chicago Bulls. Chicago var með besta árangur allra liða í NBA deildinni í vetur lék án Derrick Rose sem meiddist alvarlega á hné í fyrsta leiknum gegn 76'ers. Rose tók þátt í leiknum með því að ganga fram á leikvöllinn í upphafi leiksins þar sem hann afhenti dómurum leiksins keppnisboltann. Leikstjórnandinn fékk gríðarlega góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum liðsins en hann sleit krossband í vinstra hné og verður frá í 6-8 mánuði. Rose missti af 27 leikjum á þessu tímabili vegna meiðsla og Chicago vann 18 af þeim leikjum. Næstu tveir leikir fara fram í Phialdelphia. Evan Turner skoraði 19 stig fyrir Philadelphia, en hann tók einnig 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Joakim Noah var stigahæstur í liði Chicago með 21 stig og 8 fráköst. John Lucas skoraði 15. Paul Pierce var allt í öllu í liði Boston Celtics í 87-80 sigri liðsins gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn, 1-1, og næstu tveir leikir fara fram í Boston. Boston lék án Rajon Rondo sem tók út leikbann en hann ýtti við einum dómara í fyrsta leiknum gegn Atlanta. Atlanta náði góðu forskoti seint í þriðja leikhluta, 65-54, en Boston náði að minnka muninn jafnt og þétt og komast yfir 79-72 þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kevin Garnett skoraði 15 stig og tók 12 fráköst fyrir Boston. Joe Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 22 stig. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76'ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit. Jrue Holiday skoraði 26 stig og Lou Williams bætti við 20 stigum fyrir Philadelphia 76'ers í 109-92 sigri liðsins á útivelli gegn Chicago Bulls. Chicago var með besta árangur allra liða í NBA deildinni í vetur lék án Derrick Rose sem meiddist alvarlega á hné í fyrsta leiknum gegn 76'ers. Rose tók þátt í leiknum með því að ganga fram á leikvöllinn í upphafi leiksins þar sem hann afhenti dómurum leiksins keppnisboltann. Leikstjórnandinn fékk gríðarlega góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum liðsins en hann sleit krossband í vinstra hné og verður frá í 6-8 mánuði. Rose missti af 27 leikjum á þessu tímabili vegna meiðsla og Chicago vann 18 af þeim leikjum. Næstu tveir leikir fara fram í Phialdelphia. Evan Turner skoraði 19 stig fyrir Philadelphia, en hann tók einnig 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Joakim Noah var stigahæstur í liði Chicago með 21 stig og 8 fráköst. John Lucas skoraði 15. Paul Pierce var allt í öllu í liði Boston Celtics í 87-80 sigri liðsins gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn, 1-1, og næstu tveir leikir fara fram í Boston. Boston lék án Rajon Rondo sem tók út leikbann en hann ýtti við einum dómara í fyrsta leiknum gegn Atlanta. Atlanta náði góðu forskoti seint í þriðja leikhluta, 65-54, en Boston náði að minnka muninn jafnt og þétt og komast yfir 79-72 þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kevin Garnett skoraði 15 stig og tók 12 fráköst fyrir Boston. Joe Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 22 stig.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira