Fjölskrúðugt lífríki í Reykjavíkurtjörn og draugur á Vestfjörðum 1. apríl 2012 20:30 Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan. Aprílgabb Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan.
Aprílgabb Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira