Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð 1. apríl 2012 15:31 Ástþór Magnússon. Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum. Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum.
Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira