Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn 1. apríl 2012 13:00 Sigurður Ólafsson náði þessari mynd af selnum. Unnið verður að því að fanga dýrið eftir helgi. „Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira