Handbolti

Patrekur í viðræðum við Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur í leik með Emsdetten.
Patrekur í leik með Emsdetten.
Samkvæmt heimildum Vísis eru verulegar líkur á því að Patrekur Jóhannesson verði næsti þjálfari karlaliðs Vals. Patrekur staðfesti við Vísi í dag að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað.

Valsmenn eru í leit að nýjum þjálfara þar sem Óskar Bjarni Óskarsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Viborg.

"Við erum búnir að ræða saman óformlega en ég hef ekki fengið neitt tilboð frá þeim enn þá. Valur er frábært félag með stórbrotna aðstöðu og þetta er klárlega áhugavert," sagði Patrekur við Vísi.

Hann þjálfar austurríska landsliðið og fer með þeim á æfingamót um páskana.

"Ég er búinn að ræða við menn þar og þeir setja ekki fyrir sig að ég þjálfi félagslið á Íslandi. Það myndi henta mér vel að þjálfa hér heima enda stefni ég ekki á að fara út á næstunni," sagði Patrekur sem var síðast þjálfari hjá þýska liðinu Emsdetten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×